Steindu gluggarnir í kór Akureyrarkirkju

Akureyrarkirkja_gluggarkorÍhugun þessi um steindu gluggana í kór Akureyrarkirkju orti ég þegar ég var að undirbúa aðventukvöld í kirkjunni 2009. Þá lét ég lesa textana sem tengjast gluggunum sem eru úr forsögu Lúkasarguðspjalls. Þar eru lofsöngvar hver öðrum stórfenglegri sem kirkjan hefur lesið í tíðargjörð sinni í gegnum aldirnar. Miðglugginn frægi frá Englandi túlkar atburðinn þegar Símeon faðmar Jesú barnið að sér, ljós heimsins, guðspjall kyndilmessu sem er 2. febrúar, fjörutíu dögum eftir jól, þegar hreinsunardagar Maríu var lokið og hún fór í musterið að færa Guði frumburð sinn. Myndirnar af gluggunum tók sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, birtar hér með hans leyfi.

I. Boðun Maríu

Ég trúi að Guð sé nærriakk_1bodunmariu
og nái að snerta mig,
hann kemur sem engill, kallar á mig.
Ég trúi að Guð mig leiði
í lífinu, heilla veg,
í hóp barna sinna hann vill fá mig.

Guð talar í orði sínu
og sögu flytur mér
sem skráð er í gluggana steindu, fínu.
Í kvöldkyrrð við Maríu myndir
við mótum orðin trúu:
”Verði mér eftir orði þínu.”

II.  Fæðing Jesú

Já, hjarta mitt er hans jata,akk_2faedingjesu
þar Jesús minn á sér stað,
af himni kom í hreysið lága.
Nú ljómar í rúðum myndin
af minni kirkju björt,
við tilbiðjum Krist konunginn háa.

Við kertaljós mörg í kirkju,
ég krýp við þá helgu sýn,
í barninu dýrðin birtist skæra.
Hann bræður og systur blessar,
hann bróðir mannsbarna,
hans ljósgeislar falla’ á fólkið kæra.

III. Jesúbarnið fært Drottni

Sú einstæða fagra sagaakk_3simeon
um Símeon öldunginn
í brothættu gleri geymist, talar,
af guðlegri forsjón slapp það
úr sprengiregni hels
í helgidóm miðjan, huga svalar.

Hann faðmaði frelsarann sinn
og fékk þar með hjarta frið:
“Nú lætur þú þjón þinn í friði fara”.
Sú geislandi gleði breiddist
um gjörvalla veröld hratt,
Guðs hjálpræði öllum heimsins skara.

IV. Jesú 12 ára í muserinuakk_4jesu12ara

Í Jerúsalem hvarf Jesús
þeim Jósef og Maríu,
Í Guðs húsi fannst hjá föður sínum.
Í Drottins míns helgidómi
ég dvel marga hljóða stund,
hjá himneskum föður hans og mínum.

Nú sé ég í gegnum glerið
þá gæfu, visku, náð,

að ganga með Guði, leiðsögn njóta.
Þegar ég geng í Guðs hús
og geri þar mína bæn,
þá finn ég mig gæfu og gæsku hljóta.

V. Skírn Jesú

Hlið himinsins opnast hérnaakk_5jesuskirdur
í heilögum kirkjukór
þar ljósið að ofan litar glugga,
ég sé inn í himin háan
á helgri bænastund,
Guð snertir mig, barnið sitt að hugga.

Guð nálægur er sem forðum
er Frelsarinn skírður var
sem faðir og sonur og friðar andi.
Hans blessaða auglit lýsir,
hann lyftir oss upp til sín
í skaut sitt úr dauðans skugga landi.

Guðm. G.

Published
Categorized as Sálmar

Eftir Guðmundur Guðmundsson

Héraðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi

Færðu inn athugasemd